Alexandre Lacazette fer frá Arsenal þegar samningur hans við félagið rennur út í lok júní. Félagið staðfestir þetta.
Fimm ára dvöl franska framherjans í rauða hluta Lundúnar er því á enda. Framherjinn skoraði 71 mark í 206 leikjum fyrir Arsenal.
Lacazette kom til Arsenal frá Lyon árið 2017 en samkvæmt fréttum er hann á leið þangað aftur.
Lacazette er 31 árs gamall en hann og Pierre Emerick-Aubameyang byrjuðu sem framherjar Arsenal á síðustu leiktíð, báðir eru þeir farnir núna.
Ljóst má því vera að Mikel Arteta stjóri Arsenal leggur áherslu á að kaupa framherja í sumar en Gabriel Jesus hjá Manchester City hefur verið nefndur til sögunnar.