Billi Mucklow hefur tekið ákvörðun um að giftast knattspyrnukappanum Andy Carroll þrátt fyrir bresti í sambandi þeirra. Carroll var gómaður með tveimur konum í rúmi sínu í steggjaferð sinni í Dúbaí. Vinur hjónanna segir Billi þó ekki í neinu skapi til að gifta sig um helgina.
Fjölskylda Mucklow hefur samkvæmt ráðlagt henni að fresta giftingunni en þau ganga í það heilaga á laugardag. Mucklow ætlar að gefa Carroll tækifæri.
Fyrir helgi birtu ensk blöð mynd úr steggja ferð Carroll í Dúbaí, þar lagðist hann í rúmið með annari konu.
Enski framherjinn sem var að yfirgefa West Brom er að fara að giftast Mucklow en hann lagðist til rekkju með Taylor Jane Wilkey sem sér um skemmtistaði og vinkonu hennar.
„Billi er ekki í neinu skapi til að gifta sig. Hún er niðurbrotin vegna hegðunar hans og veit að þetta skyggir á stóra daginn,“ segir náinn vinur hennar við ensk blöð.
„Það hefur tekið ár að undirbúa þetta og hún hefur lagt mikið á þetta. Hún veit að hegðun Andy verður á allra vörum, þetta er niðurlægjandi fyrir hana.“