Jack Grealish hefur skemmt sér hressilega undanfarna daga eftir að hafa unnið Englandsmeistaratitilinn með Manchester City. Hann var áberandi þegar liðið fagnaði saman með stuðningsmönnum sínum daginn eftir leik. Eftir það skellti Grealish sér svo til Ibiza þar sem hann djammði vel.
Margir hafa sagt enska landsliðsmanninn fagna aðeins og vel. Hann svaraði því í viðtali við Mirror.
„Ég veit að fólk var að segja í síðustu viku að ég hafi fagnað aðeins of mikið. En ég var að vinna úrvalsdeildina. Þetta var draumur að rætast. Af hverju má ég ekki fara í frí?“ sagði Grealish.
Grealish er nú kominn til móts við enska landsliðið. Það býr sig undir leiki í Þjóðadeildinni gegn Ungverjalandi, Þýskalandi og Ítalíu. „Það eru menn í þessum hópi sem fóru til Vegas, Ibiza, Marbella og á þessa staði. Enginn segir neitt en það er gert ef ég á í hlut.“
„Ég er að gera það sem ég hef elskað alla tíð. Ég er dýrasti breski leikmaður allra tíma en ég er líka Jack frá Solihull sem fjölskylda mín og vinir þekkja. Ég mun alltaf muna það, sama hvað einhver segir.“