Mohamed Salah var að ljúka enn einu frábæru tímabili með Liverpool. Hann vann gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni og var valinn bestur af stuðningsmönnum og blaðamönnum.
Þá var Salah hluti af liðið Liverpool sem vann bikar- og deildarbikarinn, ásamt því að hafna í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni.
Salah kveðst ánægður með einstaklingsverðlaunin sem hann vann en segir þau ekkert jafnast á við þau sem hann vinnur með liðinu.
„Að stuðningsmennirnir og blaðamennirnir hafi tekið eftir mér á sama tímabilinu er sérstakt og því mun ég ekki gleyma,“ skrifaði Salah á Twitter.
„Ég myndi samt gefa þetta allt frá mér til að fá að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar aftur. En þannig virkar fótboltinn víst ekki.“