Paul Pogba fær 3,8 milljónir punda í bónusa frá Manchester United þegar samningur hans er á enda. Um er að ræða 611 milljóna króna lokagreiðslu.
Pogba fer frítt frá Manchester United en eftir sex ára dvöl mun Pogba hafa kostað 219 milljónir punda í heildina.
United borgaði Juventus 89 milljónir punda fyrir Pogba árið 2016 en að auki fékk Mino Raiola þá umboðsmaður hans 39,27 millljónir punda.
Hver spilaður leikur Pogba fyrir United kostaði félagið 155 milljónir króna, hvert einasta mark sem hann skoraði fyrir félagið 900 milljónir króna.
Pogba spilaði á sex árum 226 leiki fyrir United en hann er sagður aftur á leið til Juventus. Í heildina borgaði United 35,2 milljarða fyrir starfskrafta Pogba í sex ár.