Pep Guardiola stjóri Manchester City boðaði Paul Pogba á sinn fund til að reyna að sannfæra franska miðjumanninum um að koma til félagsins.
The Athletic segir frá en Pogba er að yfirgefa Manchester Untied á frjálsri sölu.
Sagt er frá því að Guardiola hafi reynt að sannfæra Pogba um að koma og hvert hlutverk hans yrði. Txiki Begiristain yfirmaður knattspyrnumála bauð honum svo samning.
Sagt er að Pogba hefði orðið einn launahæsti leikmaður félagsins en og fengið hærri laun en United greiddi honum. Hjá United þénaði hann 290 þúsund pund á viku.
Samkvæmt Athletic þá íhugaði Pogba tilboðið en ákvað að hafna því. Líklegt er að hann fari frítt til Juventus.