Newcastle er að ganga frá kaupum á Hugo Ekitike 19 ára framherja Reims í Frakklandi. Newcastle borgar 36 milljónir punda auk bónusa.
Þessi 19 ára framherji var á óskalista Borussia Dortmund en semur við Newcastle til fimm ár.
Ekitike er sagður einn besti ungi framherji í heimi en hann hefur blómstrað síðasta ári.
Newcastle reyndi að kaupa Ekitike í janúar en á lokadegi gluggans gengu kaupin ekki upp.
Newcastle mun styrkja lið sitt mikið í sumar en nýir eigendur félagsins frá Sádi Arabíu vilja dæla peningum í liðið.