Ben Chilwell, leikmaður Chelsea á Englandi, sást nýlega með sjónvarpsstjörnunni Holly Scarfone í Los Angeles.
Þessar myndir birtast aðeins nokkrum dögum eftir að fréttir bárust af því að Chilwell og fyrirsætan Camila Kendra væru hætt saman.
Hinn 25 ára gamli Chilwell og hin 23 ára gamla Holly röltu um götur Los Angeles. Þau fengu sér að borða og fóru á næturklúbb saman.
Holly er fræg fyrir að koma fram í þáttunum Too Hot To Handle á Netflix.
Hún er með 700 þúsund fylgjendur á Instagram.