Burnley sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum er að missa tvo algjöra lykilmenn frítt frá félaginu.
Ben Mee sem er að verða samningslaus er á förum frá félaginu líkt og James Tarkowski sem er að fara frítt.
Tarkowski og Mee hafa bundið saman vörn Burnley síðustu ár en eru báðir á förum.
Búist er að Vincent Kompany taki við sem þjálfari Burnley á næstu dögum en miklar breytingar eru fyrirhugaðar hjá félaginu.
Jóhann Berg Guðmundsson er í herbúðum Burnley og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.