Kylian Mbappe leikmaður PSG er sagður vera byrjaður að nýta sér þau völd sem félagið gaf honum á dögunum.
Mbappe skrifaði undir nýjan samning til þriggja ára sem gera hann að launahæsta knattspyrnumanni í heimi.
Mbappe fær ekki bara hærri laun heldur fær hann einnig völd í að ákveða þjálfara og leikmenn sem PSG kaupir og notar.
Nú segir Mundo Deportivo að Mbappe hafi lagt það til að þjálfarinn Mauricio Pochettino og Neymar fari frá félaginu.
Neymar er til sölu en vill ekki fara frá PSG, sagt er að Mbappe vilji ekki hafa hann í liðinu með sér.
Þá segir einnig að Mbappe vilji losna við Mauro Icardi, Julian Draxler, Ander Herrera, Idrissa Gueye, Leandro Paredes og Thilo Kehrer frá félaginu.
Þá er sagt að Danilo Pereira, Layvin Kurzawa, Pablo Sarabia, Juan Bernat, Colin Dagba og Sergio Rico séu líka á lista Mbappe yfir leikmenn sem félagið ætti að losa sig við.