Svo virðist sem Alexandre Lacazette sé á leið aftur til Lyon í Frakklandi.
Samningur Lacazette við Arsenal er að renna út og er ekki útlit fyrir að hann verði endurnýjaður.
Þessi 31 árs gamli framherji kom til Arsenal frá Lyon árið 2017. Hann hefur skorað 71 mark í 206 leikjum fyrir enska félagið.
Það hefur hægt á Lacazette undanfarin ár og átti hann erfitt uppdráttar fyrir framan markið hjá Arsenal á leiktíðinni sem var að ljúka.
OL are now closing on Alexandre Lacazette, free transfer set to be completed as per @lequipe. Arsenal have been informed by Lacazette about OL proposal this week. 🔴🇫🇷 #OL
“We’ll do our best to sign him”, Aulas said in February ⤵️🤝 https://t.co/RzRcIcdrU1
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 2, 2022