Jurgen Klopp stjóri Liverpool er að teikna upp suamrið og hvernig hann getur styrkt vel mannað Liverpool lið.
Ljóst er að Sadio Mane er á förum frá Liverpool og vill Klopp fylla í hans skarð, búist er við að Klopp styrki líka miðsvæðið.
Nú segja ensk blöð að Klopp horfi til þess að kaupa Joao Pedro framherja Watford en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.
Pedro er tvítugur og hefur skorað 13 mörk í 74 leikjum fyrir Watford, sagt er að Klopp hafi mikla trú á hæfileikum hans.
Pedro er fyrst og síðast framherji en getur einnig spilað vinstra megin í framlínu en þær stöður hefur Mane verið að leysa.