Real Madrid hefur staðfest komu Antonio Rudiger til félagsins en hann gerir fjögurra ára samning.
Rudiger gerði samkomulag við Real Madrid fyrir nokkrum mánuðum en samningur hans við Chelsea var á enda.
Rudiger hefur átt góð ár hjá Chelsea en náði ekki samkomulagi um nýjan samning.
Rudiger verður kynntur til leiks þann 20 júní en hann er fyrsti leikmaðurinn sem Real Madrid fær í sumar.
Rudiger er þýskur landsliðsmaður en hann mun berjast við David Alaba og Eder Militao um stöðu í hjarta varnarinnar.