Dirk Kuyt fyrrum framherji Liverpool hefur tekið að sér fyrsta þjálfarastarfið í meistaraflokki í heimalandi sínu, Hollandi.
Kuyt er nýr þjálfari ADO Den Haag sem leikur í næst efstu deild í Hollandi.
Kuyt hefur starfað í yngri liðum Feyenoord undanfarið en tekur nú skrefið í meistaraflokk. Hann segist ætla upp með liðið.
Kuyt er 41 árs gamall en hann lék um 300 leiki fyrir Liverpool og 104 landsleiki fyrir Holland á ferli sínum.
„Ég er spenntur fyrir því að hefja störf,“ sagði Kuyt eftir að hafa skrifað undir.