Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur valið þá ellefu leikmenn sem hefja vegferð Íslands í B-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld gegn Ísrael.
Birkir Bjarnason er fyrirliði liðsins en leikið verður á Sammy Ofer leikvanginum í Haifa, Ísrael. Flautað verður til leiks klukkan 18:45 á íslenskum tíma.
Þá er Hákon Arnar Haraldsson, sem hefur farið á kostum með dönsku meisturunum í FC Kaupmannahöfn að fara spila sinn fyrsta A-landsleik.
👇 Byrjunarlið A karla sem mætir Ísrael í dag í Þjóðadeild UEFA.
📺 Leikurinn fer fram á Sammy Ofer Stadium og hefst hann kl. 18:45 í beinni útsendingu, og opinni dagskrá, á Viaply.
👀 Our men’s starting lineup against Israel in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/LughSAgiDW
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 2, 2022