Landslið Úkraínu er nú einum sigri frá sæti á HM í Katar eftir sigur gegn Skotum á Hampden Park vellinum í undanúrslitum umspilsins í kvöld.
Úkraínumenn mættu vel gíraðir til leiks og Andriy Yarmolenko, sem er á förum frá enska knattspyrnufélaginu West Ham, kom sínum mönnum í forystu á 33. mínútu með glæsilegri afgreiðslu.
Roman Yaremchuk kom Úkraínu í 2-0 þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Callum McGregor klóraði í bakkann fyrir Skota með marki á 79. mínútu og hiti færðist í viðureignina í kjölfarið.
Artem Dovbryk gerði endanlega út um leikinn þegar hann skoraði með síðustu spyrnu leiksins í uppbótartíma eftir stungustendingu frá Oleksandr Zinchenko og lokatölur 3-1 sigur Úkraínu.
Úkraína mætir því Wales sunnudaginn 5. júní í úrslitaleiknum um sæti á HM í Katar.