Kurt Zouma varnarmaður West Ham fer ekki í fangelsi fyrir að sparka í köttinn sinn. Dómur var kveðinn upp í dag.
Zouma þarf hins vegar að sinna samfélagsþjónustu og borga væna sekt.
Zouma þarf á næstu tólf mánuðum að sinna 180 klukkustundum í samfélagsþjónustu en bróðir hans tók upp myndbandið af dýraníðinu.
Zouma má ekki eiga kött í fimm ár og sama er að segja um bróðir hans. Zouma þarf svo að borga 9 þúsund pund í sekt en hann þénar þá upphæð á 12 klukkustundum. Zouma er með 125 þúsund pund í vikulaun.