Liverpool er að skoða sóknarmenn en búist er við því að einn besti leikmaður félagsins, Sadio Mane fari í sumar.
Mane vill fara frá Liverpool en samningaviðræður hafa ekki gengið eftir. Mane þénar aðeina 100 þúsund pund á viku í dag sem er lítið fyrir leikmann í hans gæðaflokki.
Enska blaðið Mirror segir frá því dag að Liverpool hafi áhuga á Martin Terrier 25 ára framherja Rennes í Frakklandi.
Er sagt að Liverpool horfi á hann sem arftaka Mane en búist er við að FC Bayern reyni að kaupa Mane.
Terrier hefur spilað fyrir yngri landslið Frakklands en hann hefur skorað 30 mörk í 71 leik fyrir Rennes.