Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir var í byrjunarliði Kalmar sem heimsótti Djurgården í efstu deild kvenna í Svíþjóð í kvöld.
Hallbera lék allan leikinn á vinstri vængnum í 4-0 tapi. Djurgården var komið í 3-0 forystu eftir tæpan 20 mínútna leik en Lova Lundin bætti við fjórða markinu á þriðju mínútu uppbótartímans í síðari hálfleik.
Svekkjandi úrslit fyrir Kalmar sem situr í 9. sæti, síðasta örugga sætinu, með 9 stig eftir 12 leiki. Djurgården er í 7. sæti með 16 stig.