Argentína vann auðveldan 3-0 sigur gegn Ítalíu í viðureign Evrópumeistaranna og Suður-Ameríkumeistaranna á Wembley leikvangnum í kvöld.
Lautaro Martinez, leikmaður Inter á Ítalíu, kom Argentínu yfir á 28. mínútu eftir sendingu frá Lionel Messi.
Martinez lagði svo upp fyrir Angel Di Maria sem bætti við forystuna í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Varmaðurinn Paulo Dybala innsiglaði svo sigurinn á fjórðu mínútu uppbótartíma síðari hálfleiks.
Giorgio Chiellini lék fyrri hálfleikinn í síðasta landsleik sínum með Ítalíu. Argentína er nú ósigrað í síðustu 32 leikjum sínum í öllum keppnum.