Tottenham hefur staðfest komu Ivan Perisic til félagsins en hann kemur á frjálsri sölu frá Inter.
Perisic vildi ólmur vinna aftur með Antonio Conte eftir gott samstarf hjá Inter.
Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Conte fær til Spurs í sumar en hann tók við Tottenham á síðustu leiktíð.
Tottenham komst bakdyramegin inn í Meistaradeildina en Perisic hefur átt farsælan feril.
Perisic er 33 ára gamall en hann hefur til að mynda spilað fyrir Dortmund, Bayern og Inter á ferlinum.