Ben Foster, markvörður Watford á Englandi, ræddi það í hlaðvarpi sínu á dögunum hvert knattspyrnuaðdáendur ættu að fara í frí ef þeir vildu rekast á stjörnurnar sínar úr ensku úrvalsdeildinni.
Foster sagði grísku eyjuna Mykonos vera vinsælasta þessa stundina.
Ekki er óalgengt að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni skelli sér í frí í sólina á sumrin og geri vel við sig og sína.
„Mykonos er mjög stór eins og er, það er allt morandi í knattspyrnumönnum,“ sagði Foster í hlaðvarpinu Fozcast.
„Ef þig langar í eiginhandaráritun, farðu bara til Mykonos klukkan svona 20:30 hvaða kvöld sem er og stattu einhversstaðar fyrir miðju.“