Samningur Raheem Sterling við Manchester City rennur út eftir næstu leiktíð og er hann orðaður frá félaginu.
Nú segir Guardian frá því að Real Madrid fylgist með gangi mála hjá þessum 27 ára gamla enska landsliðsmanni.
Þó segir blaðið virta að Sterling gæti einnig kosið að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni þó það verði ekki endilega með Man City. Chelsea hafi einnig áhuga.
Sterling kom til Man City frá Liverpool árið 2015. Hann hefur reynst bláliðum ansi drjúgur, skorað 131 mark og lagt upp 95 í 339 leikjum fyrir félagið.
Þá á Sterling að baki 74 leiki fyrir enska A-landsliðið. Í þeim hefur hann skorað 19 mörk.