Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson þurfti að byrja daginn á því að týna upp eina krónur út um alla skrifstofu sína.
Sigmar hafði veðjað við góðan vinn sinn um það hvort Liverpool eða Manchester United myndu enda ofar í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool endaði langt fyrir ofan slakt lið Manchester United og vinur Sigmars þurfti að rífa upp heftið.
ManUtd maður borgaði í gær veðmál um hvort MUtd eða LFC yrði ofar i deildinni. Fékk greitt í gær 50.000kr….í orðsins fyllstu merkingu 50.000x 1 kr. Bara ef ManUtd hefði sett sama metnað í að efna gefin loforð í vetur, þá væru þeir meistarar! Snillingur Óli! #YNWA pic.twitter.com/sbpBosiUyk
— Simmi Vil (@simmivil) May 31, 2022
Vinurinn ákvað þó að hrekkja Sigmar með því að borga honum í 50 þúsund eina krónum. Hafði hann komið þeim fyrir út um alla skrifstofu Sigmars.
„ManUtd maður borgaði í gær veðmál um hvort MUtd eða LFC yrði ofar i deildinni. Fékk greitt í gær 50.000kr….í orðsins fyllstu merkingu 50.000x 1 kr. Bara ef ManUtd hefði sett sama metnað í að efna gefin loforð í vetur, þá væru þeir meistarar! Snillingur Óli,“ skrifaði Simmi Vill á Twitter.
Liverpool endaði í öðru sæti deildarinnar en United í því sjötta en þessi stórveldi í enskum fótbolta hafa harða baráttu háð um langt skeið.