Nýr varabúningur Manchester United lak á netið í gær og hafa viðbrögðin verið ævi misjöfn.
Það er Adidas sem heldur áfram að framleiða treyjurnar en TeamViewer er áfram með auglýsingu á treyjunni.
United fer í hvítan varabúning á næstu leiktíð en eins og áður eru aðalbúningar liðsins rauðir.
Erik ten Hag er tekinn við sem stjóri Manchester United en búist er við að liðið muni reyna að styrkja sig í sumar.
Treyjurnar nýju má sjá hér að neðan.