Nú hefur komið í ljós að konurnar í rúmi Andy Carroll í Dúbaí voru tvær en ekki ein. Setur þetta Carroll í enn stærri holu heima fyrir. Ensk blöð segja að Andy Carroll og Bill Mucklow hafi fundað stíft þessa helgina til að reyna að leysa þá flækju sem er í sambandi þeirra.
Fyrir helgi birtu ensk blöð mynd úr steggja ferð Carroll í Dúbaí, þar lagðist hann í rúmið með annari konu.
Mucklow hefur breytt um mynd á WhatsApp spjallinu en áður var hún með mynd af Carroll en nú er mynd af börnunum þeirra.
Enski framherjinn sem var að yfirgefa West Brom er að fara að giftast Billi Mucklow eftir tvær viku. Steggjun Carroll fór fram í Dubai en hann lagðist til rekkju með Taylor Jane Wilkey sem sér um skemmtistaði.
Taylor ræðir nú við ensk blöð og segir að vinkona sín hafi einnig verið þeim í rúminu en ekkert kynferðislegt hafi gerst.
„Ég er miður mín yfir þessu en ég gerði ekkert rangt. Hann var ekki í neinu ástandi til að gera neitt,“ segir Taylor.
„Ég bið þig afsökunar Billi, ég veit hvernig þetta lítur út en við stunduðum ekki kynlíf. Hún verður að vita það að það gerðist ekkert kynferðislegt milli mín og Andi. Ég sver það.“
Taylor segir að Carroll hafi verið algjör herramaður. „Hann var herramaður, hann drakk bara of mikið og drapst í rúminu. Hann reyndi ekkert, ef hann hefði reynt eitthvað þá var hann alltof fullur. Ég hefði ekki átt að koma mér í þessa aðstöðu.“
„Ég er miður mín yfir því að hafa tekið myndina, þetta átti að vera grín því Andy var svo fullur. Við hlógum bara.“