Í frönskum miðlum er fjallað um það að Paris Saint-Germain hafi áhuga á því að kaupa Naby Keita miðjumann Liverpool í sumar.
Imedias fjallar um málið og segir að PSG sé tilbúið að borga 42,5 milljónir punda fyrir miðjumanninn.
Keita sem kom til Liverpool árið 2018 hefur glímt við talsvert af meiðslum. Liverpool borgaði þá RB Leipzig 52,5 milljónir punda fyrir Keita.
Keita er frá Gíneu en hann hefur átt fína spretti í liði Liverpool en hefur vantað stöðugleika.
Sagt er að Luis Campos taki við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG í sumar og að hann vilji taka Keita inn.
PSG vill losna við Georginio Wijnaldum í sumar sem kom frítt frá Liverpool fyrir ári síðan og fylla hans skarð með Keita.