Lögreglan í Manchester vonast til þess að niðurstaða í rannsókn á máli Gylfa Þórs Sigurðssonar fáist innan tíðar. Fréttablaðið segir frá.
Það var þann 16. júlí 2021 sem Gylfi Þór var handtekinn á heimili sínu grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Farbann yfir honum hefur endurtekið verið framlengt.
Lögreglan segir engin ný tíðindi vera í málinu við Fréttablaðið en vonast eftir því að rannsókn þess fari að ljúka.
,,Eins og er getum við ekki staðfest að það sé dagurinn sem niðurstaða um það hvort ákæra eigi í málinu eða ekki verður kveðin eða hvort framlengja eigi lausn hans gegn tryggingu. Rannsókn hefur staðið yfir í langan tíma en vonir standa til að það styttist í niðurstöður hennar,“ segir talsmaður lögreglunnar í Manchester í samtali við Fréttablaðið í morgun.
Skömmu eftir handtökuna var Gylfi látinn laus gegn tryggingu og hefur verið laus síðan þá. Ekki er ljóst hvaða tíðindi koma þann 16 júlí en þrír kosir eru í stöðunni.
Þeir eru að málið verði látið falla niður og Gylfi verði þá frjáls maður, að rannsókn haldi áfram og að Gylfi verði þá áfram í farbanni frá Englandi eða að lögreglan gefi út ákæru.