Skotland og Úkraína mætast annað kvöld í undanúrslitum umspilsins um sæti á HM í Katar síðar á þessu ári. Oleksandr Zinchenko var á fréttamannafundi í aðdraganda leiksins. Sá hefur talað opinskátt um stríðið í Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa.
„Það er draumur allra Úkraínumanna að stríðinu ljúki,“ sagði Zinchenko á fréttamannafundinum.
Hann hélt áfram. „Ég talaði við börn í Úkraínu. Þau skilja ekkert hvað er í gangi en eiga sér einn draum, að stríðinu ljúki.“
Sigurvegarinn úr einvígi Úkraínu og Skotlands mætir Wales í úrslitaleik um sæti á HM. „Á knattspyrnuvellinum eigum við líka einn draum, að fara á HM og færa Úkraínumönnum gleði á þessum erfiðu tímum,“ sagði Zinchenko.
🗣️ "Every Ukrainian has the main dream to stop the war."
Manchester City defender Oleksandr Zinchenko struggles to hold back the tears as he talks about Russia's conflict with Ukraine 💛💙pic.twitter.com/Tl3e0zb1GN
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 31, 2022