KSÍ og Puma frumsýndu í gær nýjan landsliðsbúning fyrir næstu árin en eins og íslenskum netverjum sæmir höfðu flestir skoðanir á treyjunni.
Treyjan verður notuð í ár og á næsta ári en þetta er í annað sinn sem Puma framleiðir landsliðbúning Íslands.
Viðbrögðin voru flest neikvæð en um er að ræða einfalda og stílhreina hönnun.
Viðbrögð netverja má sjá hér að neðan.
Ég er búin að skoða þetta svona 100 sinnum og get ómögulega skilið hvernig fólk hefur svona sterkar skoðanir á þessu. Ég er búin að reyna, það er rönd þarna, hún er blá, það eru logo þarna. Ég kemst ekki lengra. https://t.co/no0NhcwgX2
— Stefanía Sigurðar. (@Stefaniasig) May 30, 2022
Þessi brjóstvasi á reyndar örugglega eftir að koma sér vel, t.d. fyrir smiði sem þurfa að notast við hallamál í vinnu sinni. https://t.co/N1tvxqlqv4
— Stefán Pálsson (@Stebbip) May 30, 2022
„Ojjjj þetta er ógeðslega ljótur búningur, ljótari en Barcelona trúðabúningurinm“ – einn 9 ára https://t.co/JJddnsGZ37
— Katrín Atladóttir (@katrinat) May 30, 2022
Ég veit ekki hver hannaði þetta en ég vil bara að þau viti að þau sökki í vinnunni sinni https://t.co/qUmDOKzraG
— Pálmi Ragg (@Supermechasnic1) May 30, 2022
hönnunarteymið var svo sannarlega að leggja mikla yfirvinnu í þessa treyju og það sest! https://t.co/jPNyOZNZkW
— Ási yoyo (@IngiAst) May 30, 2022
GMG! Ísland á heimsmet í alls konar og nú bætist ljótasta treyjan við safnið 🤢 https://t.co/eiUbfZ3jkO
— Ólafur Jósefsson (@2OliJo) May 30, 2022
Þetta er algjör hörmung 🥺 Nákvæmlega ekkert spennandi við þessa treyju og ég get engu bætt við það fjall af neikvæðum kommentum sem hefur safnast upp á mjög stuttum tíma 😩
☠️/☠️ https://t.co/jLR1znMlgw
— Tomas Ingi Doddason (@TomasDoddason) May 30, 2022
Stop nu ‼️ Riftið þessum puma samning tafarlaust.
Klæðið ykkur frekar í einhverjar notaðar adidas treyjur. Þessar til dæmis eru gull 👌 ⤵️
📸 Íslenska landsliðið árið 1990 🇮🇸 https://t.co/lD8oWnu65z pic.twitter.com/NB0lXIzJPB
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) May 30, 2022
Þau vilja augljóslega ekki að neinn fari í þessa treyju sjálfviljugur. https://t.co/Sd6B1mQcCg
— Sunna Kristín (@sunnakh) May 30, 2022
hvort er þetta fótboltatreyja eða verðbólguspá? https://t.co/InsvuIYGUo
— Atli Fannar (@atlifannar) May 30, 2022
Mögnuð hönnun. Maður vill helst ekki vita hversu margar svefnlausar nætur búa að baki þessu meistaraverki. Ótrúlegir díteilar. https://t.co/dQwNP6SsiK
— Hrannar Már (@hrannaremm) May 30, 2022