Manchester United hefur ráðið til starfa Andy O’Boyle en hann mun starfa á knattspyrnusviði félagsins.
O’Boyle kemur til með að starfa undir John Murtough sem er yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.
O’Boyle starfaði hjá United fyrir 16 árum í unglingaliðum en var síðar styrktarþjálfari Liverpool.
Hann hefur undanfarið starfað fyrir ensku úrvalsdeildina en mætir nú til starfa hjá United.
O’Boyle er einn af mörgum nýjum starfsmönnum United en félagið er að hreinsa til á skrifstofunni eftir mörg erfið ár.