Juventus er við það að ganga frá samningi við bæði Angel di Maria og Paul Pogba en báðir koma þeir frítt til félagsins.
Ítalskir miðlar segja frá en Pogba snýr aftur til Juventus eftir sex ár hjá Manchester United. United borgaði 89 milljónir punda fyrir hann árið 2016.
Þetta er í annað sinn sem Pogba kemur frítt til Juventus og í bæði skiptin hefur hann komið frá Manchester United.
Angel Di Maria var samningslaus hjá PSG eftir tímabilið en franska félagið bauð honum ekki nýjan samning.
Juventus vill reyna að koma sér aftur á toppinn á Ítalíu eftir erfitt ár og leitar í reynsluna í Angel Di Maria og Pogba.