Í fjölmiðlum í Grikklandi eru ítrekaðar greinar þess efnis birtar í dag um að AEK Aþena vilji ráða Eið Smára Guðjohnsen sem yfirmann íþróttamála.
Gazetta í Grikklandi og fleiri miðlar fjalla um þetta en AEK rak Radoslaw Kucharski sem tæknistjóra félagsins.
Félagið er að endurskipuleggja starfshætti og skipulag og vill fá Eið Smára til starfa en hann lék með AEK Frá 2011 til 2012.
Fullyrt er að Eiði Smára standi starfið til boða og að félagið hafi rætt við hann, Eiður er sagður spenntur fyrir starfinu.
Eiður Smári hætti sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins undir lok síðasta árs en hefur síðan þá starfað fyrir Símann í kringum enska boltann.
Gazetta í Grikklandi segir að Eiður hafi áhuga á starfinu og að viðræður þess efnis eigi sér nú stað. Eiður Smári hefur einnig undanfarna daga verið orðaður við þjálfarastöðu Vals og FH en bæði lið eru í vandræðum í Bestu deildinni.