Arsenal þarf líklega að fara í málaferli til þess að landa Marquinhos ungum framherja Sao Paulo sem félagið taldi sig vera að kaupa.
Nú hefur komið í ljós að Marquinhos hafði skrifað undir hjá Wolves um að ganga í raðir félagsins.
Arsenal ætlaði að borga 3 milljónir punda til Sao Paulo til að fá þennan 19 ára gamla sóknarmann.
Áður en Arsenal bauðst að fá hann hafði Marquinhos skrifaði undir samning við Wolves um að ganga í raðir félagsins.
Wolves telur sig vera með bindandi samning fyrir Marquinhos til að ganga í raðir félagsins þegar samningur hans er á enda.