Todd Boehly og fjárfestahópur sem hann er í forsvari fyrir gengu í dag frá kaupum á enska knattspyrnufélaginu Chelsea. BBC segir frá.
Hópurinn borgar 4,25 milljarða punda fyrir félagið sem var áður í eigu Roman Abramovich en hann var beittur viðskiptaþvingunum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu vegna tengsla við Vladímír Pútín Rússlandsforseta.
„Við erum stoltir af því að vera nýir eigendur Chelsea,“ sagði Boehly í yfirlýsingu. „Við erum í þessu alla leið – hundrað prósent, hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik. Stefna okkar sem eigendur er skýr: við viljum gera stuðningsmennina stolta.“
Todd Boehly er eining meðeigandi bandaríska hafnaboltaliðsins LA Dodgers.