Andri Rafn Yeoman hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út keppnistímabilið 2023.
Andri Rafn er leikjahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks með 384 leiki og hefur skorað í þeim 21 mark. Hann lék sína fyrstu keppnisleiki í meistaraflokkir árið 2009 og hefur orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með Breiðablik.
Breiðablik situr á toppi Bestu deildarinnar, liðið hefur unnið alla átta leiki sína í sumar.
„Við fögnum því að Andri Rafn verði áfram hjá okkur enda mikilvægur hlekkur í Blikafjölskyldunni,“ segir á vef Blika.