Richarlison, sóknarmaður Everton, vill færa sig um set í sumar en hann skipti um umboðsmannateymi í apríl. Fjölmörg félög hafa áhuga á Brasilíumanninum. Fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu.
„Ég hef gert eigendum Everton málið ljóst. Ég er búinn að ræða við Lampard líka, við umboðsmenn mína: þeir vita hvað ég vil,“ segir Richarlison.
Richarlison hefur verið einn af lykilmönnum Everton undanfarin ár og átti stóran þátt í því að félagið hélt stöðu sinni í deildinni á nýafstöðnu tímabili. Þá varð hann Ólympíumeistari með U23 landsliði Brasilíu síðasta sumar.
Richarlison has new agents since April because he’s open for summer move. Many clubs exploring this possibility. ⭐️🇧🇷 #EFC
“I’ve already made it clear to Everton board. I’ve already talked to Lampard too, with my agents: they know what I want”, he told GloboEsporte today. https://t.co/tr5MBR3dR0
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 30, 2022