fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
433Sport

Patrik sagður svindla og gera markið minna

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 30. maí 2022 22:07

Patrik Gunnarsson / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður Viking í efstu deild norska fótboltans, hefur verið ásakaður um að minnka markið sitt fyrir og í heimaleikjum liðsins á SR Bank vellinum. Það er norski fjölmiðillinn Aftenbladet sem segir frá málinu.

Þetta er bara ákveðinn siður sem ég fylgi fyrir leiki. Þetta lætur mér líða vel. Það er ekkert meira en það, ég sparka bara aðeins í stangirnar,“ segir Patrik um athæfi sitt.

Nokkrum sekúndum áður en aðaldómarinn flautar til leiks í fyrri og síðari hálfleik og eftir að aðstoðardómarinn hefur skoðað markið gaumgæfilega tekur Patrik í aðra stöngina og ýtir henni inn á við. Hann gerir svo slíkt hið sama við stöngina hinum megin sem gerir það að verkum að markið verður minna.

Samkvæmt Aftenbladet framkvæmdi Patrik þessa athöfn í síðustu tveim heimaleikjum Viking gegn Jerv og HamKam í norsku efstu deildinni.

Neitar að um svindl sé að ræða

Samkvæmt reglum skulu mörk vera sjö metrar og 32 sentímetrar á breidd. Patrik færir stangirnar, sem eru tíu sentímetrar á breidd, til. Mælingar Aftenbladet sýna að með þessu verður markið 15-20 sentímetrum minna.

Þetta er ekki ætlun mín,“ segir Patrik í viðtali við blaðið. Aðspurður um hvort þetta sé svindl bendir Patrik á að þetta sé ákveðinn helgiathöfn eða siður sem hann fylgir líkt og þegar markverðir snerta þverslána eða stökkva til skiptis til hægri og vinstri.

Patrik neitar því að gera markið minna af ásettu ráði og segir það vera í verkahring dómara að athuga hvort allt sé í lagi og bætir við að hann hafi staðið í þeirri trú að hann hafi framkvæmt athöfnina áður en aðstoðardómarinn athugaði markið í upphafi fyrri og síðari hálfleiks.

„Málið lítur ekki vel út“

Erik Nevland, yfirmaður knattspyrnumála hjá Viking, segir málið ekki líta vel út og kvaðst koma af fjöllum þegar Aftenbladet sýndi honum myndir af því sem Patrik gerir með stangirnar.

Þetta kom á óvart. Þetta er ekki gott. Það er erfitt fyrir mig að tjá mig frekar um málið, en þetta er ekki gott,“ segir Nevland.

Það er erfitt fyrir mig að segja hvað er helgiathöfn og hvað ekki, en þetta er helgiathöfn sem hann getur ekki framkvæmt ef hún breytir stærð marksins. Það gengur ekki,“ bætti Nevland við.

Nevland og Patrik sögðu báðir að markvörðurinn skyldi ekki framkvæma þessa helgiathöfn sína aftur í ljósi þess að hún minnkar stærð marksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ boðar til fundar – Spenna fyrir vali Arnars

KSÍ boðar til fundar – Spenna fyrir vali Arnars
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrósar Liverpool en gefst ekki upp á titlinum

Hrósar Liverpool en gefst ekki upp á titlinum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Samúel einnig hafa orðið sér til skammar nokkrum dögum fyrir atvikið í gær – „Ætla að biðja ykkur um að halda fyrir eyrun á börnunum ykkar“

Segir Samúel einnig hafa orðið sér til skammar nokkrum dögum fyrir atvikið í gær – „Ætla að biðja ykkur um að halda fyrir eyrun á börnunum ykkar“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Palmer var veikur og æfði ekkert – Bað um að fá að spila

Palmer var veikur og æfði ekkert – Bað um að fá að spila
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mitrovic fluttur á sjúkrahús vegna hjartavandamála

Mitrovic fluttur á sjúkrahús vegna hjartavandamála
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Velur Sanchez frekar en Ronaldo

Velur Sanchez frekar en Ronaldo