Samkvæmt fréttum hefur Sadio Mane tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Liverpool í sumar eftir sex góð ár.
Mane sem er þrítugur er sterklega orðaður við FC Bayern en vitað er að umboðsmaður Mane átti fund með þýska stórliðinu á dögunum.
Daily Mail heldur því fram að Liverpool hafi sett 35 milljóna punda verðmiða á sóknarmanninn frá Senegal.
Mane er þrítugur og á bara ár eftir af samningi, staða Liverpool er því ekkerst sérstaklega sterk þegar kemur að söluverði.
Búist er við að málefni Mane geti gengið hratt fyrir sig en Bayern er sagt bjóða 30 milljónir punda til að byrja með.