Það var fagnað í höfuðborg Spánar í gær þegar Real Madrid kom með með Meistaradeildar bikarinn. Real vann Liverpool í úrslitum á laugardag.
Tugir þúsunda fylltu götur borgarinnar og fögnuðu með leikmönnum liðsins.
Þegar Marcelo var að halda ræðu og fagna þá byrjuðu stuðningsmenn Real Madrid að syngja um Kylian Mbappe.
Mbappe hafnaði samningi hjá Real Madrid á dögunum og ákvað þess í stað að vera áfram hjá PSG.
„Mbappe er tíkarsonur,“ sungu stuðningsmenn Real Madrid og sjá mátti að Marcelo var hugsi en atvikið er hér að neðan.
Torcida do Real chamando do Mbappe de Filho da Puta e a reação do marcelo, que vídeo maravilhoso KAKAKAKAKAKAKAKAKAKAK pic.twitter.com/cDcVPgY4z2
— 𝙱𝙰𝙻𝙼𝙰𝙽𝚃 (@brenobalmant12) May 29, 2022