Ensk blöð segja að Andy Carroll og Bill Mucklow hafi fundað stíft þessa helgina til að reyna að leysa þá flækju sem er í sambandi þeirra.
Fyrir helgi birtu ensk blöð mynd úr steggja ferð Carroll í Dúbaí, þar lagðist hann í rúmið með annari konu.
Mucklow hefur breytt um mynd á WhatsApp spjallinu en áður var hún með mynd af Carroll en nú er mynd af börnunum þeirra.
Enski framherjinn sem var að yfirgefa West Brom er að fara að giftast Billi Mucklow eftir tvær viku. Steggjun Carroll fór fram í Dubai en hann lagðist til rekkju með Taylor Jane Wilkey sem sér um skemmtistaði.
Carroll hafði komið til Dubai með unnustu sinni en hún hélt heim á leið þegar steggjunin fór af stað. „Það gerðist ekkert sem ætti að skemma sambandið, þetta var bara fjör,“ segir Taylor.
Carroll og Mucklow hafa verið í ástarsambandi í nokkur ár en ljóst er að sambandið hangir nú á bláþræði. Carroll hefur á ferli sínum leikið með Liverpool, Newcastle, West Ham og fleiri liðum.
Myndin af honum og Taylor í rúminu er hér að neðan.