Bjarki Steinn Bjarkason leikmaður Venezia á Ítalíu hefur verið kallaður inn í íslenska A-landsliðið. Þetta staðfesti Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi KSÍ við 433.is.
Bjarki kemur inn í hópinn í stað Hólmberts Arons Friðjónssonar sem var kynntur í upphaflega hópnum.
Bjarki var lánaður til Catanzaro í þriðju efstu deild á Ítalíu í janúar en Venezia féll úr Seriu A.
Bjarki ólst upp í Aftureldingu en gerði garðinn frægan hér á landi með ÍA. Hólmbert Aron er á sínu fyrsta tímabili með Lilleström í Noregi og hefur spilað vel.
Bjarki er 22 ára gamall vængmaður sem fær nú tækifæri í landsliðshóp Arnars VIðarssonar.