Stuðningsmenn franska knattspyrnufélagsins St Etienne fylltust ofsa og tryllingi á Geoffroy-Guichard vellinum í dag er liðið féll úr efstu deild í fótbolta eftir tap í vítaspyrnukeppni.
St Etienne og Auxerre áttust við í leik um sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Einvíginu lauk með 2-2 jafntefli en Auxerre hafði betur í vítaspyrnukeppni, 5-4, og við tók tryllingur á áhorfendapöllunum.
Stuðningsmenn Etienne ruddust inn á völlinn í leikslok með blys og beindu reiði sinni að leikmönnum liðsins. Óeirðalögregla mætti á svæðið með táragas til að bægja stuðningsmönnunum í burtu.
Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
Chaos at Saint Etienne as the club are relegated to Ligue 2 😳 pic.twitter.com/uose434yi2
— Mirror Football (@MirrorFootball) May 29, 2022