Stuðningsmenn Liverpool eru margir hverjir ósáttir við framferði lögreglu- og vallarstarfsmanna í París er þeir reyndu að komast á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Stade de France leikvangnum í gær.
Úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni var frestað um 35 mínútur en leikurinn átti upphaflega að hefjast klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real Madrid.
Að sögn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, var ástæðan fyrir seinkuninni sú að stuðningsmenn Liverpool höfðu ekki skilað sér á völlinn á tilsettum tíma. Myndbönd af lögreglumönnum að beita táragasi á stuðningsmenn hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum frá því í gær.
„Framkoma Uefa og lögreglunnar í garð stuðninngsmanna var algjörlega til skammar,“ sagði Tom Whitehurst í samtali við BBC. Whitehurst segist hafa þurft að koma fötluðum syni sínum úr vegi eftir að þeir voru beittir piparúða.
„Stuðningsmenn voru beittir piparúða og óeirðalögregla réðst með skjöldum á fólk sem stóð í röð og mætti tveimur og hálfum tíma fyrir leik.“
That’s it for me! Game over, not arsed about me! but my 9-year-old suffered the effects of tear gas after the match, a football match! The police were throwing them for fun! I got hit directly! So toxic, defo not a place for kids! Football is finished #LFC pic.twitter.com/Bg2D9SuOrz
— Carl Clemente (@clemente_carl) May 28, 2022
@LFC are you going to stand up for you fans and do something about this abuse tear gas at full time in paris fan park @lfcticketscheap pic.twitter.com/7wJARVkuyc
— Sol Simpson (@sollsimpson) May 28, 2022
Chris Green, aðstoðarlögreglustjórinn á Merseyside-svæðinu sagði að samkvæmt athugunum undirmanna sinna hafi framkoma langflestra stuðningsmanna verið til fyrirmyndar, þeir hafi mætt snemma og beðið í röð samkvæmt fyrirmælum.
„Þeirra athuganir verða sendar til tilheyrandi yfirvalda sem hluti af skýrslatökunni fyrir leikinn.“
Henry Winter, fótboltastjóri á The Times segir að það hafi ríkt „algjör óreiða og við erum heppinn að vera að ræða viðburðinn en ekki meiriháttar hamfarir.“
Hann segir að UEFA hafi logið um seinkun stuðningsmanna og að þeir stuðningsmenn Liverpool sem voru í stúkunni „hafi baulað þegar tilkynnt var að leiknum hefði verið frestað þeirra vegna – þeir vissu hvað væri að gerast fyrir utan völlinn.“
„Það fór allt úr böndunum vegna framferði lögreglumanna – þeir voru að leiða stuðningsmenn á smærri og smærri svæði,“ sagði Winter og bætti við að skipulagning, framkoma lögreglunnar og léleg öryggisgæsla hafi verið til vandræða.
Billy Hogan, framkvæmdastjóri Liverpool, sagði í dag að öryggisgæslan hefði verið til skammar sem og framkoman í garð stuðningsmanna félagsins en greint var frá því í gær að félagið hefði kallað eftir rannsókn á atburðum gærdagsins.