fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
433Sport

„Mötuneytið var lokað um tíma því það átti að falla undir þvinganir“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 29. maí 2022 12:00

Roman Abramovich, fyrrum eigandi Chelsea Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um söluna á Chelsea í íþróttavikunni með Benna Bó sem var á dagskrá Hringbrautar í gær en Jóhann Már Helgason, íþróttaskríbent og sérfræðingur í Doktor Football, sat í settinu með Benedikt Bóas og Hjörvari Hafliðasyni, íþróttastjóra Viaplay og Doktor footall.

Jóhann er stuðningsmaður Celsea en í vikunni var tilkynnt að stjórnvöld í Bretlandi hefðu skrifað undir leyfi þess efnis að grænt ljós verði gefið á sölu enska knattspyrnufélagsins Chelsea úr höndum Romans Abramovich til fjárfestingafélags leitt áfram af Bandaríkjamanninum Todd Boehly.

„Það er fyrst og síðast gleði að það sé búið að létta á allri óvissunni. Þetta er búið að vera hálfgerður farsi. Sjoppan lokuð á vellinum og engir nýir miðar seldir þannig völlurinn er hálftómur. Starfsliðið má ekki vera á æfingarsvæðinu og liðið hefur þurft að ferðast öðruvísi en þeir eru vanir og fleira og fleira.

Því meira sem ég kynni mér þennan Todd Boehly því betur lýst mér á hann því stjórinn fær um 200 milljónir punda í leikmannakaup og fær að móta liðið eftir sinni hugmyndafræði. Það á að halda áfram að byggja ofan á velgengnina sem hefur verið hjá félaginu undanfarin ár.“

video
play-sharp-fill

Jóhann sagði sögu um varnarmann Chelsea, Antonio Rudiger, sem skrifaði ekki alls fyrir löngu að það sé gaman að kynnast nýjum hlutum eins og að ferðast öðruvísi en allt slíkt taki þó toll.

„Það er allt hitt samt líka. Mötuneytið var lokað um tíma því það átti að falla undir þessar þvinganir. En nú er þessu lokið og stuðningsmenn Chelsea geta aftur fengið eðlilega upplifun að fara á leik með liðinu frá og með næsta tímabili,“ sagði Jóhann.

Benedikt Bóas spurði hvar línan lægi varðandi eigendur knattspyrnuliða því eigendur Manchester City hefðu fjármagnað stríðið í Jemen og yfirvöld í Sádí Arabíu sem ættu Newcastle væru ekki barnanna best þegar kemur að mannréttindum.

„Þetta er bara spurning hvar þú setur standardinn,“ sagði Jóhann og bætti við að tengsl Romans Abramovich til Vladimir Pútín væru þó nokkur. „Þetta var þvingun gegn honum.“

„Tennisheimurinn hefur verið að upplifa þetta og það er alltaf spurning, virkar þetta eða ekki? Sagan á eflaust eftir að dæma það.

En fyrir mig, sem stuðningsmann Chelsea þá er ég þakklátur fyrir Roman Abramovich. Hann breytti klúbbnum algjörlega en maður er fegin að þetta sé búið og nú er hægt að halda áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill fá styttu af Bowen fyrir utan völlinn

Vill fá styttu af Bowen fyrir utan völlinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir Samúel einnig hafa orðið sér til skammar nokkrum dögum fyrir atvikið í gær – „Ætla að biðja ykkur um að halda fyrir eyrun á börnunum ykkar“

Segir Samúel einnig hafa orðið sér til skammar nokkrum dögum fyrir atvikið í gær – „Ætla að biðja ykkur um að halda fyrir eyrun á börnunum ykkar“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta er hið „viðbjóðslega“ atvik í Garðabænum sem fólk er brjálað yfir – „Vandræðalegt og aumkunarvert“

Þetta er hið „viðbjóðslega“ atvik í Garðabænum sem fólk er brjálað yfir – „Vandræðalegt og aumkunarvert“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfestir að það sé stutt í fyrstu mínúturnar í langan tíma

Staðfestir að það sé stutt í fyrstu mínúturnar í langan tíma
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Glaumgosinn er á hálum ís eftir ítrekað framhjáhald – ,,Hún mun aldrei fórna eigin hamingju“

Glaumgosinn er á hálum ís eftir ítrekað framhjáhald – ,,Hún mun aldrei fórna eigin hamingju“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu laglegt mark Alberts fyrir Fiorentina

Sjáðu laglegt mark Alberts fyrir Fiorentina
433Sport
Í gær

Salah segir að Slot hafi látið leikmennina heyra það

Salah segir að Slot hafi látið leikmennina heyra það
Hide picture