Bikarmeistarar Breiðabliks komust áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins með útsigri gegn Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í dag.
Blikar lentu undir strax á 2. mínútu en mörk frá Clöru Sigurðardóttur, Birtu Georgsdóttur, Hildi Antonsdóttur og Melina Ayres tryggðu Blikum sæti í átta liða úrslitum.
ÍBV komst einnig áfram í dag með 2-0 sigri útisigri gegn Keflavík. Staðan var markalaus þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks en ÍBV komst yfir á 66. mínútu þegar Ana Paula Santos Silva setti boltann í eigið net og Olga Sevcova innsiglaði sigur Eyjakvenna með marki tveimur mínútum síðar.
Dregið verður í átta liða úrslitin á morgun.