Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Horsens er liðið vann dönsku B-deildina eftir 1-1 jafntefli gegn Hvidovre í lokaumferðinni í dag.
Aron skoraði 11 mörk og lagði upp fimm í öllum keppnum með Horsens á tímabilinu og lék 64. mínútur í dag.
Íslendingalið Lyngby leikur einnig í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Liðið vann 1-0 sigur á Federica í dag. Rasmus Thellufsen skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu.
Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliðinu en fór af velli þegar um 15 mínútur voru til leiksloka. Freyr Alexandersson er stjóri Lyngby.
Agla María Albertsdóttir kom inn af bekknum er Häcken gerði markalaust jafntefli við Djurgärden í sænsku úrvalsdeild kvenna í dag. Fyrrum Blikinn hóf leikinn á bekknum en kom inn á á 22. mínútu en fór svo af velli á 72. mínútu.
Häcken hefði getað farið upp fyrir Rosengård með sigri í dag en liðið situr nú í 3. sæti með 23 stig, stigi á eftir Guðrúnu Arnardóttur og stöllum í Rosengård. Diljá Ýr Zomers var ekki í leikmannahópi Häcken í dag.