Nokkrir íslenskir knattspyrnumenn hafa fest kaup á Hótel Eyjar en einn af þeim er Guðjón Pétur Lýðsson miðjumaður ÍBV. Viðskiptablaðið segir frá.
Guðjón Pétur er duglegur að fjárfesta í fasteignum en hefur nú ákveðið að stíga skrefið í hótelrekstur. „Við erum nokkrir saman að kaupa Hótel Eyjar,“ segir Guðjón Pétur við Viðskiptablaðið.
Auk Guðjóns eru þeir Alex Freyr Hilmarsson leikmaður ÍBV, Heiðar Ægisson leikmaður Vals, Ernir Bjarnason leikmaður Keflavíkur og Brynjar Óli Bjarnason leikmaður Augnabliks sem kaupa hótelið. Fleiri eru með í hópnum.
Hópurinn kaupir hótelið af Íslandsbanka en hótelið lenti í gríðarlegum rekstrarvandræðum vegna COVID-19.
Hótelið er staðsett í miðbæ Vestmannaeyja en þar eru sjö hótelherbergi og átta stúdíó íbúðir.