fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

Nokkrir íslenskir knattspyrnumenn keyptu hótel af Íslandsbanka

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. maí 2022 09:30

Guðjón Pétur Lýðsson Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir íslenskir knattspyrnumenn hafa fest kaup á Hótel Eyjar en einn af þeim er Guðjón Pétur Lýðsson miðjumaður ÍBV. Viðskiptablaðið segir frá.

Guðjón Pétur er duglegur að fjárfesta í fasteignum en hefur nú ákveðið að stíga skrefið í hótelrekstur. „Við erum nokkrir saman að kaupa Hótel Eyjar,“ segir Guðjón Pétur við Viðskiptablaðið.

Auk Guðjóns eru þeir Alex Freyr Hilmarsson leikmaður ÍBV, Heiðar Ægisson leikmaður Vals, Ernir Bjarnason leikmaður Keflavíkur og Brynjar Óli Bjarnason leikmaður Augnabliks sem kaupa hótelið. Fleiri eru með í hópnum.

Heiðar Ægisson leikmaður Vals er með í verkefninu.

Hópurinn kaupir hótelið af Íslandsbanka en hótelið lenti í gríðarlegum rekstrarvandræðum vegna COVID-19.

Hótelið er staðsett í miðbæ Vestmannaeyja en þar eru sjö hótelherbergi og átta stúdíó íbúðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sölvi og Guðmar til reynslu hjá Ronaldo

Sölvi og Guðmar til reynslu hjá Ronaldo
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vilja Hojlund en United myndi tapa gríðarlega á viðskiptunum

Vilja Hojlund en United myndi tapa gríðarlega á viðskiptunum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guardiola segir nauðsynlegt að City kaupi fleiri leikmenn

Guardiola segir nauðsynlegt að City kaupi fleiri leikmenn