Örebro tók á móti Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Varnarmaðurinn Berglind Rós Ágústsdóttir er á mála hjá fyrrnefnda félaginu og lék hún allan leikinn í dag.
Örebro fór með 1-0 sigur af hólmi.
Örebro er í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig þegar ellefu umferðir hafa verið leiknar.