Kylian Mbappe gerði um helgina nýjan samning við Paris Saint-Germain. Mun hann gilda til ársins 2025. Talið var líklegt að Mbappe væri á leið til Real Madrid en nýr ofursamningur í París kom í veg fyrir það.
Mbappe mun þéna um milljón punda á viku. Það eru tæpar 165 milljónir íslenskra króna. Þá fær hann það sem jafngildir um 16,5 milljörðum króna fyrir það eitt að skrifa undir. Frakkinn fær þá bónusgreiðslur fyrir skoruð mörk, vinnur Meistaradeildina eða ef hann hlýtur Ballon d’Or verðlaunin.
Spænska deildin, La Liga, er afar ósátt við samninginn og hefur tilkynnt PSG til UEFA, sem og franskra og evrópskra yfirvalda vegna hans. Þá er einnig ósætti innan Real Madrid.
Í viðtali þakkar Mbappe Real fyrir sýndan áhuga. „Mig langar að þakka Real Madrid innilega. Ég geri mér grein fyrir þeim heiðri sem það er að þetta félag hafi sýnt mér áhuga.“
Þá sagði Mbappe að hann muni styðja Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. „Ég verð þeirra stærsti aðdáandi í úrslitaleiknum og mun styðja þá að heiman.“